Verja ákvörðun forsetans

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Hvíta húsið hefur varið ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta sem afboðaði komu sína til minn­ing­ar­at­hafn­ar um fallna banda­ríska her­menn í fyrri heims­styrj­öld sem fram fór í Ains-Mar­ne-kirkju­g­arðinum í Frakklandi á laugardag.

Trump var í Frakklandi vegna af­mæl­is fyrri heimsstyrj­ald­ar­inn­ar. Hann afboðaði komu sína í minningarathöfnina vegna rigningar.

Hvíta húsið greindi frá því að þyrla forsetans hefði ekki getað flogið vegna slæmra aðstæðna en skyggni var afar slæmt. 

„Forsetinn vildi ekki trufla borgina með stuttum fyrirvara,“ sagði Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, um ástæðu þess að forsetinn fór ekki akandi í kirkjugarðinn sem er 96 kílómetra norðan við París.

Trump var gagnrýndur fyrir að láta ekki sjá sig og bent var á að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefði ferðast 188 kílómetra í rigningunni.

Meðal þeirra sem gagnrýndu for­set­ann er Nicholas Soa­mes, þingmaður breska Íhalds­flokks­ins og barna­barn Winst­on Churchill, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. „Þeir [her­menn­irn­ir] létu lífið í viður­eign við óvin sinn og hinn aumk­un­ar­verði Don­ald Trump gat ekki einu sinni mætt veðrinu til að votta þeim virðingu sína,“ ritaði hann á Twitter.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert