Brexit-drög kynnt ráðherrum á morgun

Samningaviðræður hafa verið strangar undanfarna daga og eru sagðar á …
Samningaviðræður hafa verið strangar undanfarna daga og eru sagðar á lokametrunum. AFP

Samningsaðilar beggja vegna borðsins í Brexit-viðræðunum hafa samþykkt tæknileg atriði útgöngusamnings Bretlands úr Evrópusambandinu og mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kynna drög samningsins fyrir ríkisstjórn sinni á morgun. BBC greinir frá.

Samningaviðræður hafa verið strangar undanfarna daga og eru sagðar á lokametrunum, en landamæri Írlands eru það helsta sem út af ber.

May hefur boðað ráðherrana í ríkisstjórninni á einstaklingsfundi í kvöld þar sem hún ætlar að ræða drög samningsins við þá hvern fyrir sig. Ráðherrarnir höfðu áður gefið út að þeir myndu senda frá sér yfirlýsingu áður en kosið yrði um lokaútgáfuna.

Ríkisstjórnarfundur verður svo haldinn á morgun þar sem May mun óska eftir stuðningi frá ráðherrunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert