Ríkisstjórnin samþykkti Brexit

Theresa May á blaðamannafundi í kvöld.
Theresa May á blaðamannafundi í kvöld. AFP

Breska ríkisstjórnin samþykkti drögin að Brexit-samningnum, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.

Ríflega fimm klukkustunda fundi með ríkisstjórninni um málið er lokið. 

„Sameiginleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar var að stjórnvöld ættu að samþykkja drögin um útgönguna og útbúa pólitíska yfirlýsingu,“ sagði May fyrir utan skrifstofu sína í Downing-stræti.

Michael Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum við bresk stjórnvöld vegna Brexit, mun senda frá sér yfirlýsingu síðar í kvöld vegna málsins.

Samkvæmt heimildum blaðamanns Sky voru allt að tíu ráðherrar mótfallnir samningnum og er því ljóst að ríkisstjórnin er klofin í afstöðu sinni. Þá hefur þingmaðurinn Jacob Rees-Mogg hvatt samflokksmenn sína í Íhaldsflokknum til þess að kjósa gegn samningnum.


Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert