Segir drögin byggð á vilja þjóðarinnar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu sé í augsýn eftir að samið var um samningsdrög. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti á breska þinginu í dag að samningsdrögin um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem samn­ingsaðilar beggja vegna borðsins hafa samþykkt, byggi alfarið á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. BBC greinir frá. 

Hart hefur verið tekist á um samningsdrögin á breska þinginu í morgun, en drögin voru kynnt ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi og í morgun.

„Samningaviðræðurnar eru í samræmi við niðurstöðu bresku þjóðarinnar,“ sagði May á þinginu í morgun. Hún hefur verið gagnrýnd af samflokksmönnum sínum sem fullyrða að í samningsdrögunum sé að finna óásættanlegar málamiðlanir við Evrópusambandið.

May fullyrti á þinginu að niðurstaða í útgöngumálum Breta úr Evrópusambandinu væri í augsýn og samningurinn muni veita Bretum yfirráð yfir landamærum, löggjöf og efnahagsmálum á ný.

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, segir samningsdrögin vera slæm og að May sé að leggja fram „falskan valkost“ fyrir þingið.  

Hart var tekist á um Brexit-samningsdrögin á breska þinginu í …
Hart var tekist á um Brexit-samningsdrögin á breska þinginu í morgun. AFP

Skotar munu ekki styðja Brexit-drögin

Þá hefur Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins (SNP), sagt að flokkurinn muni ekki styðja samningsdrögin. Flokkurinn hefur sett þau skilyrði í viðræðunum að Bretland myndi áfram hafa aðgang að sameiginlegum markaði ESB og tollabandalaginu.

Ríkisstjórn May mun koma saman klukkan 14 í dag þar sem farið verður yfir samningsdrögin í sameiningu. Til að samningsdrög­in verði samþykkt þurfa drögin að fara í gegnum bresku rík­is­stjórn­a, breska þing­ið og öðlast samþykki frá öll­um aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert