Handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Michael Avenatti.
Michael Avenatti. AFP

Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem meðal annars hefur unnið fyrir klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels í máli gegn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Lögreglan í Los Angeles greinir frá þessu.

Samkvæmt fréttavefnum TMZ var Avenatti handtekinn eftir að hafa beitt konu ofbeldi og var hann látinn laus gegn 50 þúsund Bandaríkjadala tryggingu. Hann vísar ásökunum á bug.

Í yfirlýsingu sem lögmannsstofa Avenatti sendi frá sér segir að hann hafi aldrei barið konur og hann muni aldrei slá konu. „Ég hef verið lögmaður kvenna og réttinda þeirra allan minn starfsferil.“

Lögmaðurinn þakkar öllum þeim sem hafi sýnt honum stuðning en Avenatti, sem er oft gestur í bandarískum spjallþáttum, er harður gagnrýnandi Donalds Trump. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert