Undirbúa ákæru gegn Assange

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið undirbýr nú ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.

Assange hef­ur haldið til í sendi­ráði Ekvador í London síðan 2012. Þangað fór hann upp­haf­lega til þess að forðast ákær­ur sænskra yf­ir­valda í kyn­ferðis­brota­máli gegn hon­um.

Sak­sókn­ar­ar í Svíþjóð hafa fallið frá mál­inu en hann hefur dvalið áfram í sendiráðinu af ótta við að verða framseldur til Bandaríkjanna.

Samkvæmt frétt BBC er ekki ljóst hvaða ákæru Assange á yfir höfði sér. Mögulegt sé að hann hafi þegar verið ákærður en leynd hvíli yfir ákærunni þar til hann verði framseldur, ef það gerist.

Nafn Assange birtist í öðrum dómskjölum í máli manns sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni en svo virðist sem um mistök hafi verið að ræða. Saksóknari í því máli er sá sami og hefur rannsakað Assange.

Talið er að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á tengslum Rússa við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 bendi til þess að Rússar hafi notað WikiLeaks til að dreifa efni.

Áður hefur verið greint frá því að bandarískar njósnastofnanir telja að Rússar hafi viljað hjálpa Donald Trump að vinna forsetakosningarnar. Rússar neita þeim ásökunum.

WikiLeaks birti mörg þúsund „hakkaðra“ tölvupósta frá demókrötum í aðdraganda forsetakosninganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert