Neitar missætti við Trump

Mike Pence er gestur á APEC ráðstefnunni í Port Moresby.
Mike Pence er gestur á APEC ráðstefnunni í Port Moresby. AFP

Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, vísaði í dag á bug orðrómi um missætti milli hans on yfirmanns hans, Donald Trump.

Í frétt New York Times kom fram að Trump væri farinn að efast um tryggð varaforsetans en Pence sagði við fréttamenn í borginni Port Moreby á Papúa Nýju-Gíneu í morgun að þeir hafi nú bara hlegið að þessum orðrómi þegar þeir ræddu saman í síma í gær. Samband þeirra sé gott og traust.

Pence sagði það heiður að fá að starfa sem varaforseti Trumps og hann hafi notið þess heiðurs að Trump hafi óskað eftir því að fá hann með sér í framboð.

Samkvæmt New York Times hefur Trump rætt við ýmsa ráðgjafa sína um tryggð Pence og að Trump hafi verið pirraður út í Pence.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert