Talað um mannrán innan fjölskyldunnar

Andrej Babis eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir síðasta haust. …
Andrej Babis eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir síðasta haust. Hann stendur nú í ströngu. AFP

Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, segir að það komi ekki til greina að hann segi af sér. Þúsundir komu saman í Prag í síðustu viku til þess að mótmæla honum. „Skömm“ heyrðist kyrjað.

Washington Post segir frá þessari atburðarás.

Hart hefur verið sótt að Babis eftir að hann var sakaður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum Evrópusambandsins, sem hann á svo að hafa falið í nafni fjölskyldu sinnar.

Á meðan þessar vísbendingar um spillingu voru rannsakaðar var sonur hans, sem kvað veikur á geði, í Sviss. Hann ásakaði föður sinn um halda honum föstum gegn vilja sínum þar, til þess að koma í veg að rannsóknin næði til hans.

Babis harðneitaði þessu og sagði son sinn dvelja þar sjálfviljugan. Hann harðneitaði jafnframt að segja af sér. „Aldrei nokkurn tímann segi ég af mér,“ er haft eftir honum.

Lögð hefur verið fram vantrauststillaga á Babis. Frekari mótmæli eru á dagskrá á laugardaginn. Babis var kjörinn síðasta haust. Honum hefur verið líkt við Donald Trump Bandaríkjaforseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert