Fjögur þúsund yfirgefið heimili sín

Um fjögur þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Gvatemala eftir að eldfjallið Fuego tók að gjósa í fimmta sinn á þessu ári með tilheyrandi öskufalli og hrauni.

Þegar eldfjallið gaus í júní fórust næstum 200 manns og 235 var saknað en eldfjallið gaus síðast í nóvember án þess að valda miklum skaða.

Talsmaður björgunarstofnunarinnar CONRED sagði að ákveðið hafi verið að rýma hús í Escuintla og tveimur öðrum héruðum og voru um 4 þúsund manns flutt í neyðarskýli.

Tugir íbúa hafast einnig við í tjöldum á íþróttaleikvanginum í Escuintla.

Eldgosið hófst í gærmorgun og hefur það orðið aukist að umfangi síðan þá.

Eldfjallið Fuego.
Eldfjallið Fuego. AFP
Íbúar í San Andres Osuna í Escuintla yfirgefa heimili sín.
Íbúar í San Andres Osuna í Escuintla yfirgefa heimili sín. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert