Hefðum átt að ná bin Laden fyrr

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída sem var drepinn af bandaríska sjóhernum árið 2011, hefði átt að nást mun fyrr. Kenndi hann forverum sínum í embætti og stjórnvöldum í Pakistan um ráðaleysið.

„Auðvitað hefðum við átt að handsama Osama bin Laden löngu áður en við gerðum það,“ skrifaði Trump á Twitter, sem eru svipuð ummæli og hann lét hafa eftir sér í viðtali við Fox News Sunday.

„Ég benti á hvar hann væri í bókinni minni rétt áður en ráðist var á World Trade Center,“ sagði forsetinn. „Clinton forseti missti af sínu tækifæri eins og frægt er orðið. Við borguðum Pakistan milljarða dala og þeir sögðu okkur aldrei hvar hann bjó. Fábjánar!“

Tíu árum eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin 11. september fannst bin Laden í pakistönsku borginni Abbottabad þar sem hann var drepinn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert