Skotárás í Chicago

Mercy-sjúkrahúsið í Chicago.
Mercy-sjúkrahúsið í Chicago. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hópur fólks særðist eftir skotárás skammt frá sjúkrahúsi í Chicago í Bandaríkjunum, að sögn lögreglunnar þar í borg.

Árásin var gerð skammt frá Mercy-sjúkrahúsinu.

Að minnsta kosti einn „mögulegur árásarmaður“ var skotinn, að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Chicago, Anthony Guglielmi.

Uppfært kl. 23:13:

„Við vorum þarna í rólegheitunum að bíða eftir niðurstöðunum okkar þegar ég heyrði skotum hleypt af,“ sagði vitni í sjónvarpsviðtali en árásin átti sér stað fyrir utan sjúkrahúsið. 

Byssumaðurinn sem hóf skotárásina og að minnsta kosti einn til viðbótar létust, að því er kom fram á nydailynews.com.

Vitnið James Gray sagðist hafa séð byssumanninn og konu ganga saman í átt að bílastæði sjúkrahússins þegar hann skyndilega skaut hana þrívegis í brjóstkassann.

Annað vitni sagði að maðurinn hafi verið með skammbyssu á sér. „Nánast strax á eftir var lögreglumaður mættur á lögreglubíl og maðurinn skaut í áttina að þeim [lögreglunni], hlóð byssuna aftur og skaut manneskjuna sem var á jörðinni aftur og fór síðan inn á sjúkrahúsið og þar var fleiri skotum hleypt af.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert