40 farast í sjálfsvígsárás í Kabúl

40 manns hið minnsta létust er sprengja sprakk á fundi æðstu klerka í Kabúl í Afganistan í dag. Segja afgönsk yfirvöld sprenginguna vera eina þá mannskæðustu í höfuðborginni undanfarna mánuði.  

Um 60 manns til viðbótar særðust í sprengingunni og segir Wahid Majroh, talsmaður heilbrigðisráðuneytisins, að henni hafi verið beint gegn fundi Ulema-trúarráðsins sem var að minnast afmælisdags spámannsins Múhameðs.

„Fyrstu fréttir benda til þess að um sjálfsvígsárás hafi verið að ræða,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Najib Danish, talsmanni innanríkisráðuneytisins, en hann kvað vitað til þess að fleiri en 50 manns hefðu farist eða særst í sprengingunni.

„Það eru margir látnir. Ég hef sjálfur talið 30,“ sagði einn rekstraraðila fundarstaðarins við AFP.

Öryggislögregla að störfum í Kabúl í Afganistan. Mynd úr safni.
Öryggislögregla að störfum í Kabúl í Afganistan. Mynd úr safni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert