Ítölskum hjálparstarfsmanni rænt

Vopnaðir menn rændu ítalskri konu sem starfaði sem sjálfboðaliði hjálparsamtaka í þorpi í suðausturhluta Kenýa í gærkvöldi. Greint var mannráninu í morgun. Árásarmennirnir skutu á íbúa í þorpinu og særðu fimm þeirra.

Að sögn lögreglu komu árásarmennirnir inn í þorpið Chakama í Kilifi-héraði um átta í gærkvöldi og skutu á þorpsbúa. Meðal þeirra sem sem særðust eru þrjú börn. Eitt þeirra, tíu ára gamall drengur fékk skot í augað. Ítalska konan sem þeir höfðu á brott með sér er 23 ára gömul. 

Lögreglan segir að ekkert sé vitað um ástæðuna fyrir árásinni né heldur hverjir mannræningjarnir eru. 

Frá Kenýa.
Frá Kenýa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert