Pirraður Carlsen fór illa að ráði sínu

Fabiano Caruana og Magnus Carlsen.
Fabiano Caruana og Magnus Carlsen. AFP

Normaðurinn Magn­us Carlsen, heims­meist­ari í skák, mætti laskaður til leiks í níundu skák sinni gegn Fabiano Car­u­ana í heimsmeistaraeinvígi sínu í London í gær. Carlsen fékk skurð fyrir ofan auga þegar hann dreifði huganum frá taflborðinu.

Níunda skákin fór eins og þær átta sem áður höfðu verið leiknar; með jafntefli. Ef staðan verður enn jöfn eftir tólf skákir ráðast úrslitin í hraðskák.

View this post on Instagram

The match is heating up

A post shared by Magnus Carlsen (@magnus_carlsen) on Nov 20, 2018 at 9:07am PST

Skurðinn fékk Carlsen þegar hann og norskur blaðamaður skullu saman í fótbolta á þriðjudaginn. Samkvæmt umfjöllun Guardian fór Norðmaðurinn illa að ráði sínu í gær.

„Mér fannst ég vera með þægilegt forskot en ég klúðraði því. Ég var ekki nógu góður,“ sagði pirraður Carlsen eftir níunda jafnteflið. 

Met var slegið en þetta er í fyrsta skipti í 132 ára sögu heimsmeistaraeinvígisins í skák sem fyrstu níu einvígin enda með jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert