Hákarl réðst á brimbrettakappa

Hákarl réðst á brimbrettakappa í dag við austurströnd Ástralíu samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Maðurinn, 36 ára karl, var á brimbretti skammt frá Scotts Head-ströndinni norður af borginni Sydney.

Maðurinn hlaut alvarleg meiðsli á hægri fótlegg neðan við hné og missti mikið blóð að því er segir í fréttinni. Fleira brimbrettafólk var á svæðinu þegar maðurinn hvarf undir yfirborð sjávar. Flogið var með hann á sjúkrahús.

Ekki er vitað hvaða tengund af hákarli réðst á manninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert