Bretar geta einhliða hætt við úrsögn

Brexit-samningurinn hefur verið til umfjöllunar í breska þinginu síðustu daga …
Brexit-samningurinn hefur verið til umfjöllunar í breska þinginu síðustu daga og á morgun verða greidd atkvæði um samninginn. AFP

Evrópudómstóllinn í Lúxemborg úrskurðaði í morgun að Bretland geti hætt við úrsögn úr Evrópusambandinu án samþykkis annarra aðildarríkja sambandsins, verði það niðurstaðan að samningur Breta um útgöngu Breta úr ESB verði felldur í breska þinginu á morgun.

Hópur stjórnmálamanna sem berst fyrir því að Bretar verði áfram í ESB fagnaði þessari niðurstöðu dómstólsins gríðarlega. Í úrskurðinum segir jafnframt að niðurstaða Breta um að vera áfram í ESB verði að vera tekin á lýðræðislegan hátt og að greiða þurfi atkvæði um þá stefnu í þinginu.

Brexit-samningurinn hefur verið til umfjöllunar á breska þinginu síðustu daga og á morgun verða greidd atkvæði um samninginn. Eins og staðan er núna eru góðar líkur á að samningurinn verði felldur.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert