Grunaðir um manndráp af gáleysi

Ungur drengur setur fyrirliðabandið á Davide Astori fyrir hans síðasta …
Ungur drengur setur fyrirliðabandið á Davide Astori fyrir hans síðasta leik fyrir Fiorentina. AFP

Tveir læknar sem sögðu að Davide Astori, ítalskur knattspyrnumaður sem fannst látinn á hótelherbergi í mars, væri í nógu góðu ástandi til að spila knattspyrnu þrátt fyrir að hann hafi glímt við hjartavandamál, eru rannsakaðir vegna gruns um manndráp af gáleysi.

Embætti saksóknara í Flórens á Ítalíu greindi frá þessu í dag en Astori var fyrirliði Fiorentina þegar hann lést. Hann fannst látinn á hótelherbergi í Udine kvöldið fyrir leik.

Frumniðurstöður krufningar benda til þess að dánarorsökin hafi verið sú að hjarta Astori hafi hægt svo mikið á sér að það hafi hætt að slá. 

Tilkynningin um að læknarnir séu til rannsóknar kemur í kjölfar þess að fjölmiðill í Flórens greindi frá tveimur læknisrannsóknum þar sem kom í ljós að Astori glímdi við hjartavandamál.

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á Astori í júlí 2016 og 2017 var hjartsláttur Astori óreglulegur. Gögn þess efnis eru til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert