Nýnasisti fékk lífstíðardóm

Bíllinn sem Fields ók í Charlottesville.
Bíllinn sem Fields ók í Charlottesville. AFP

Bandarískur nýnasisti sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra þar sem ein kona lést, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.

James Alex Fields Jr., 21 árs, var fundinn sekur um morð og fleiri brot eftir tveggja vikna réttarhöld en hvítir kynþáttahatarar höfðu komið saman í borginni.

Kviðdómur dæmdi hann í lífstíðarfangelsi, auk 419 ára til viðbótar, að sögn The Washington Post.

Fields ók bíl sínum á hóp mótmælenda 12. ágúst í fyrra í Charlottesville í Virginíu með þeim afleiðingum að 32 ára kona lést og tugir særðust. Konan var stödd í borginni til að mótmæla samkomu kynþáttahataranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert