Par á áttræðisaldri tekið fyrir kókaínsmygl

Kókaínið var falið í innra byrðinu á ferðatöskunum. Mynd úr …
Kókaínið var falið í innra byrðinu á ferðatöskunum. Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus

Lögregluyfirvöld í Portúgal handtóku á dögunum breskt par á áttræðisaldri sem grunað er um að hafa notað ferð sína með skemmtiferðaskipi til að smygla kókaíni, að því er breska dagblaðið Guardian greinir frá.

Fíkniefnin fundust falin í innra byrði fjögurra ferðataskna sem parið var með þegar skipið kom til hafnar í Lissabon eftir siglingu um Karabíska hafið.

Segja lögregluyfirvöld  „mikið magn kókaíns“ hafa fundist í káetu parsins, en það var eftir ábendingu frá breskum yfirvöldum sem klefi parsins var tekinn til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert