Rannsaka vinnubrögð Macchiarini á ný

Paolo Macchiarini.
Paolo Macchiarini.

Ríkissaksóknari í Svíþjóð hefur ákveðið að hefja á ný rannsókn á tveimur plastbarkaaðgerðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini og hvort slæleg vinnubrögð hans hafi valdið dauða tveggja sjúklinga.

„Þetta er fyrsta skrefið en það er mjög jákvætt,“ er haft eftir lögmanni fjölskyldna þeirra sem létust, Erítreumannsins Andemariam Beyene og tyrkneskrar konu.

Andemariam var fyrsta manneskjan sem Macchiarini græddi plastbarka í og lést hann tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Íslenskur læknir tók þátt í aðgerðinni á Andemariam.

Mál á hendur skurðlækninum var fellt niður í október í fyrra þar sem kom fram að embætti saksóknara fyndi engar sannanir sem styddu sakargiftir gegn honum. Tveimur mánuðum síðar var greint frá því að einhverjar ákærur yrðu betur skoðaðar.

Upphaflega voru fjögur mál til rannsóknar en aðeins tvö þeirra verða endurskoðuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert