Bendir á árásina máli sínu til stuðnings

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti benti á árásina sem gerð var í Strassborg í gær, þar sem þrír létust, til að óska enn frekar eftir því að múr við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó verði fjármagnaður.

Forsetinn deildi þeirri skoðun á Twitter þrátt fyrir að sá sem er grunaður um ódæðið í gær sé Strassborgarbúi. Maðurinn, Cherif C, er síbrotamaður sem hefur hlotið 27 dóma í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.

Frá aðgerðum lögreglu í Strassborg í gær.
Frá aðgerðum lögreglu í Strassborg í gær. AFP

„Önnur hræðileg hryðjuverkaárás í Frakklandi. Við munum styrkja landamæri okkar enn frekar. Chuck og Nancy verða að greiða atkvæði með okkur til að tryggja frekara öryggi við landamærin,“ skrifaði Trump á Twitter.

Chuck og Nancy eru demókratarnir Chuck Schummer og Nancy Pelosi. Trump og Pelosi deildu hart um fjármögnum múrsins á opnum fundi á skrifstofu forsetans í gær.

Demó­krat­ar taka við meiri­hluta full­trúa­deild­ar­inn­ar í janú­ar og Trump vill hrinda þess­um aðgerðum í fram­kvæmd hið fyrsta. Það er þó ljóst að hann hef­ur ekki meiri­hlut­ann sem til þarf til þess að fjár­magna bygg­ingu múrs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert