Fimm útlendingar handteknir á Bali

Jorge Rafael Albornoz Gammara, Frank Zeidler, Cui Bao Lin, Bretinn …
Jorge Rafael Albornoz Gammara, Frank Zeidler, Cui Bao Lin, Bretinn sem ekki hefur verið nafngreindur og Hamdi Izham Hakimi. AFP

Fimm útlendingar hafa verið handteknir undanfarnar tvær viku á Balí. Fólkið er grunað um aðild að fíkniefnasmygli og eiga tveir þeirra, Þjóðverji og Perúbúi, yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir um fíkniefnasmygl.

Frank Zeidler.
Frank Zeidler. AFP

Auk þeirra eru Kínverji, Malasíubúi og Breti í haldi yfirvalda á indónesísku eyjunni. Tæpur mánuður er síðan sá fyrsti úr smyglhringnum Bali Nine var látinn laus úr haldi eftir að hafa afplánað 13 ár á bak við lás og slá fyrir smygl á heróíni. Höfuðpaurar smyglhringsins, Myuran Sukumaran og Andrew Chan, voru teknir af lífi af aftökusveit árið 2015. 

Jorge Rafael Albornoz Gammara.
Jorge Rafael Albornoz Gammara. AFP

Að sögn lögreglunnar á Balí varJorge Rafael Albornoz Gammara, sem er 44 ára Perúbúi, handtekinn á Ngurah Rai-flugvellinum í síðustu viku en hann var að koma frá Dubaí. Hann var með rúmlega 4 kg af kókaíni í ferðatösku sinni. Dauðarefsing liggur við smygli á svo miklu magni af sterkum fíkniefnum í Indónesíu. 

Hamdi Izham Hakimi.
Hamdi Izham Hakimi. AFP

Þjóðverjinn Frank Zeidler, sem er 56 ára, var nýkominn frá Bangkok þegar hann var handtekinn en hann var með 2,1 kg af hassi í farangri sínum. Dauðarefsing er við smygli á svo miklu magni af kannabisefnum í Indónesíu.

45 ára gamall breskur hönnuður var handtekinn þegar hann tók á móti pakka á Balí en í pakkanum var 31 gramm af maríjúana í vökvaformi. Á laugardag var síðan 29 ára gamall Kínverji, Cui Bao Lin, handtekinn á flugvellinum með rúmlega 200 e-töflur og 160 grömm af ketamíni í farangri sínum.

Cui Bao Lin.
Cui Bao Lin. AFP

Sama dag var Hamdi Izham Hakimi, sem er frá Malasíu, handtekinn á flugvellinum með 15 grömm af maríjúana og 11 e-pillur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert