Neita að endursemja

Jean Claude Juncker og Donald Tusk á sameiginlegum blaðamannafundi varðandi …
Jean Claude Juncker og Donald Tusk á sameiginlegum blaðamannafundi varðandi Brexit í gær. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki verði hægt að endursemja um drögin að samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Theresu May, forsætisráðherra Breta, þar um.

Hún hefur óskað eftir lögformlegri tryggingu varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands til þess að bæta möguleika þess að samkomulagið verði samþykkt í breska þinginu. Líkt og komið hefur fram frestaði May atkvæðagreiðslunni eftir að ljóst var að samningurinn yrði aldrei samþykktur. 

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, segir að mögulega megi útskýra hlutina nánar en ekki komi til greina að semja að nýju. Hann hvetur bresk yfirvöld til þess að tilgreina nánar hvaða breytingar þau vilji gera og að þær upplýsingar liggi fyrir 19. desember. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert