Þriðja kynið á fæðingarvottorð

AFP

Þýska þingið hefur samþykkt lög sem gera ráð fyrir þriðja kyninu á fæðingarvottorðum. Um er að ræða kynskilgreiningu fyrir fólk sem hvorki skilgreinir sig sem karl né konu.

Æðsti dóm­stóll Þýska­lands gerði þing­inu fyrir rúmu ári að viður­kenna þriðja kynið allt frá fæðingu og með því varð Þýska­land fyrsta ríki Evr­ópu til þess að bjóða in­ter­sex fólki upp á að skil­greina sig hvorki sem karl né konu. 

Nú­gild­andi regl­ur um borg­ara­lega stöðu mis­muna in­ter­sex fólki seg­ir í niður­stöðu stjórn­laga­dóm­stóls Þýska­lands frá því í nóvember í fyrra. Þar kem­ur fram að kyn­vit­und sé eitt af grunn­rétt­ind­um hverr­ar mann­eskju. Þýska þingið fær frest til árs­loka 2018 til þess að samþykkja nýj­ar regl­ur varðandi þriðja kynið. Það er skrán­ingu í fæðing­ar­vott­orð.

In­ter­sex mann­eskj­an sem fór með málið fyr­ir dóm­stóla var skráð kven­kyns en sam­kvæmt litn­inga­grein­ingu er hún/​hán hvorki kona né karl. 

Sam­kvæmt töl­um frá Sam­einuðu þjóðunum fæðast 0,05-1,7% barna í heim­in­um in­ter­sex en það er álíka hátt hlut­fall og hjá þeim sem eru með rautt hár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert