Trump skipar nýjan starfsmannastjóra

AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það rétt í þessu að Mick Mulvaney, yfirmaður fjársýslu bandaríska ríkisins, muni taka við sem starfsmannastjóri Hvíta hússins þegar John Kelly lætur af störfum í lok árs. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Mick hefur skilað framúrskarandi vinnu í stjórnsýslunni og ég hlakka til að starfa með honum í þessu nýja embætti á meðan við höldum áfram að gera Bandaríkin stórkostleg á nýjan leik,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

„John verður áfram hjá okkur til ársloka. Hann mikill föðurlandsvinur og ég vil persónulega þakka honum fyrir hans þjónustu,“ skrifaði hann jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert