British Airways flýgur til Pakistans

Flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja flug til Pakistans á nýjan leik næsta sumar eftir hlé sem hefur staðið yfir í áratug. 

Flugfélagið hætti að fljúga þangað árið 2008 eftir að mannskæð sprengjuárás var gerð á Marriott-hótelinu.

Töluverð átök hafa ríkt í Pakistan síðastliðin 15 ár en mjög hefur dregið úr þeim að undanförnu eftir aðgerðir hersins í landinu.

Frá 15. júní á næsta ári ætlar British Airways að fljúga þrisvar sinnum í viku frá London til Islamabad, höfuðborgar Pakistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert