Dómsuppkvaðningu yfir Flynn frestað

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trumps Bandaríkjaforseta. AFP

Dómsuppkvaðningu yfir Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var frestað í dag í kjölfar þess að dómarinn í málinu, Emmet Sullivan, veitti honum val á milli þess að hljóta þungan fangelsisdóm strax eða að dómur yrði kveðinn upp síðar þegar rannsókn saksóknarans Roberts Mueller væri komin lengra á veg og Flynn hefði veitt rannsakendum frekari aðstoð í störfum þeirra. Sagði Sullivan Flynn hafa hegðað sér eins og föðurlandssvikari.

Fram kemur í frétt AFP að Mueller, sem rannsakar meint tengsl á milli forsetaframboðs Trumps og stjórnvalda í Rússlandi, hafi lagt til að Flynn yrði ekki dæmdur í fangelsi, fyrir að segja rannsakendum bandarísku alríkislögreglunnar FBI ósátt um tengsl hans við rússneska ráðamenn, vegna samvinnu hans við rannsakendur málsins. Verjendur Flynn óskuðu eftir frestun málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert