Fær undanþágu frá ferðabanninu

Shaima Swileh, jemensk móðir tveggja ára drengs sem liggur fyrir dauðanum á spítala í Oakland í Kaliforníuríki, hefur fengið tímabundna vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, svo hún geti haldið í hönd sonar síns í síðasta skipti og verið með honum er öndunarvélin sem hann er tengdur við verður tekin úr sambandi.

Guardian greinir frá þessu, en um nokkurt skeið hefur fjölskylda Swileh reynt að þrýsta á bandarísk stjórnvöld um að veita henni undanþágu frá ferðabanni Trump-stjórnarinnar, sem beinist gegn ríkisborgurum frá sex löndum, þar á meðal Jemen.

Nú hefur það borið árangur og bandaríska sendiráðið í Kaíró í Egyptalandi hefur veitt Swileh vegabréfsáritun. Unnið er að því að koma henni sem fyrst til Oakland, samkvæmt frétt Guardian um málið.

Abdullah Hass­an, tveggja ára, og faðir hans Ali eru báðir …
Abdullah Hass­an, tveggja ára, og faðir hans Ali eru báðir bandarískir ríkisborgarar. Móðir drengsins fær undanþágu frá ferðabanni til að kveðja hann í hinsta sinn. Ljósmynd/American-Islamic Council
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert