Fangelsuð fyrir nýnasisma

Claudia Patatas og Adam Thomas hafa verið dæmd í fangelsi.
Claudia Patatas og Adam Thomas hafa verið dæmd í fangelsi. Ljósmynd/Breska lögreglan

Dóm­stóll í borg­inni Bir­ming­ham í Bretlandi hefur dæmt par, sem gaf syni sínum millinafnið Adolf vegna aðdá­un­ar sinn­ar á nas­ista­for­ingj­an­um Ad­olf Hitler, í fangelsi.

Parið, Adam Thom­as, 22 ára, og Claudia Patatas, 38 ára, var í síðasta mánuði sakfellt fyrir að vera í bönnuðu hryðjuverkasamtökunum National Action.

Dómari í Birmingham sagði að skoðanir fólksins væru ofbeldisfullar og rasískar. Thomas var dæmdur í sex ára og sex mánaða fangelsi en Patatas í fimm ára fangelsi.

Alls voru sex dæmdir í fangelsi fyrir að vera hluti af National Action sem dómarinn lýsti sem hópi með „hræðileg markmið“.

Daniel Bogunovic var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi, Joel Wilmore í fimm ára og tíu mánaða fangelsi, Nathan Pryke í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi og Darren Fletcher í fimm ára fangelsi.

Dómari sagði markmið hópsins að kollsteypa lýðræði í landinu með skelfilegu ofbeldi og að þau vildu gera landið að nasistaríki.

„Þú varst jafn öfgafull og Thomas, bæði hvað varðar skoðanir þínar og gjörðir,“ sagði dómarinn þegar hann beindi orðum sínum að Patatas.

„Þið gerðuð allt í sameiningu; til að mynda í nafngift sonar ykkar og hræðilegum myndum af barninu þar sem það er umkringt táknum tengdum nasisma og Ku Klux Klan-samtökunum,“ bætti dómarinn við.

Thomas og Patatas héldust í hendur og táruðust þegar dómurinn var kveðinn upp. Thomas hafði áður sagt að myndatakan með barninu væri fíflaskapur en sagðist engu að síður vera rasisti.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert