Hannaði prump- og glimmersprengju

Hátt í fimm milljónir manna hafa nú horft á myndband …
Hátt í fimm milljónir manna hafa nú horft á myndband þar sem Rover segir frá því hvernig hann ákvað að hanna gervisendingu sem innihélt óvæntan glaðning handa þjófunum. Skjáskot

Verkfræðingurinn Mark Rober lenti í því, líkt og svo margir samborgarar hans, að pakka sem hann fékk heimsendan úr netverslun var stolið af veröndinni hjá honum. Þrátt fyrir að þjófarnir hafi náðst á öryggismyndavél var ekkert sem lögreglan gat gert. Rober ákvað því að grípa til sinna ráða.

Rober er vinsæll uppfinningamaður á YouTube, auk þess sem hann eyddi sjö árum hjá Bandarísku geimvísindastofnuninni (NASA) við smíðar á könnunarfarinu Curiosity Rover.

Hátt í fimm milljónir manna hafa nú horft á myndband þar sem Rover segir frá því hvernig hann ákvað að hanna gervisendingu sem innihélt óvæntan glaðning handa þjófunum: glimmersprengju og prumpusprey. Í pakkanum eru einnig fjórir farsímar sem taka upp viðbrögð þjófanna, auk staðsetningartækis sem gerir Rober kleift að endurheimta pakkann.

Sending frá Kevin McCallister

Í myndbandinu er hægt að fylgjast með viðbrögðum þjófanna, en eins og Rober bendir réttilega á eru þeir heldur fljótir á sér, enda myndu þeir komast að því við nánari skoðun á pakkanum að sendandinn er Kevin McCallister úr Home Alone og viðtakendurnir þeir Harry og Marv úr sömu kvikmyndaröð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert