Rólegt yfir Hodeida

Fremur rólegt var yfir hafnarborginni Hodeida í Jemen í morgun eftir að til harðra bardaga kom í gær þrátt fyrir vopnahlé hefði tekið gildi fyrr um daginn. 

Stríðandi fylkingar samþykktu vopnahlé í friðarviðræðum sem fram fóru í Svíþjóð í síðustu viku. Heimildir AFP fréttastofunnar herma að friður hafi ríkt í borginni frá klukkan 3 í nótt.

Átök­in í Jemen hóf­ust með upp­reisn húta sem njóta stuðnings klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran. Hút­ar hafa náð stór­um hluta Jem­ens á sitt vald, meðal ann­ars höfuðborg­inni Sanaa. Sádi-Ar­ab­ía og fleiri ar­ab­a­ríki styðja rík­is­stjórn Abedrab­bo Man­sour Hadi og hafa gert loft­árás­ir á yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­mann­anna og notið stuðnings stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Frakklandi.

Staðan í Jemen er skelfi­leg og telja Sam­einuðu þjóðirn­ar að hvergi í heim­in­um sé neyðin jafn mik­il en ótt­ast er að hung­urs­neyð blasi við 14 millj­ón­um Jemena. Báðar fylkingar hafa heitið því að standa við vopnahléið en stjórn borgarinnar verður undir stjórn Sameinuðu þjóðanna á næstunni. 

Íbúar Hodeida eru vongóðir um að friður ríki í borginni á næstunni en hún er afar mikilvæg varðandi innflutning til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert