Fyrrverandi ráðherra til rannsóknar

Fleur Pellerin.
Fleur Pellerin. AFP

Fyrrverandi menningarmálaráðherra Frakklands, Fleur Pellerin, er grunuð um að hafa nýtt sér á óviðeigandi hátt tengsl sem urðu til þegar hún gegndi embætti ráðherra. Um er að ræða samband við suðurkóreanskt netfyrirtæki.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá opinberri stofnun sem hefur eftirlit með gagnsæi í verkum opinberra starfsmanna, Haute Autorité pour la transparence de la vie publique (HATVP). 

Tengslin ná aftur til þess tíma sem Pellerin gegndi embætti ráðherra, frá ágúst 2014 til febrúar 2016, og eru við NAVER Corp., sem er leiðandi í heimalandinu hvað varðar netáskriftir. Skýrslan er nú komin til saksóknara í París sem tekur ákvörðun um hvort farið verði í rannsókn á málinu.

Pellerin setti á laggirnar fjárfestingarfyrirtæki, Korelya Consulting, þegar hún lét af störfum ráðherra og í september 2016 var fyrirtækið að fullu fjármagnað af NAVER Corp. Pellerin er fædd í Kóreu en ættleidd af frönskum foreldrum þegar hún var sex mánaða gömul. 

Frétt le Monde

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert