Hundrað dagar til stefnu

Hundrað dagar eru þar til Bretar áforma að ganga út …
Hundrað dagar eru þar til Bretar áforma að ganga út úr Evrópusambandinu en stóra spurningin er hvort samningur fylgi útgöngunni eða ekki? AFP

Stjórnendur breskra fyrirtækja gagnrýna stjórnvöld í Bretlandi fyrir að einblína á átök innan og milli flokka fremur en að undirbúa ríkið fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Segja þau að tíminn sé naumur og að ekki komi til greina að ganga úr ESB án samnings.

Stjórnendur breskra fyrirtækja óttast að sú leið verði farin, það er útganga án samnings, og hafa fimm stór samtök atvinnurekenda sent ríkisstjórninni sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hvetja stjórnmálamenn til að leggja stjórnmáladeilur til hliðar og einblína á framtíð bresks viðskipta- og efnahagslífs.

„Árangursleysið á þinginu eykur líkurnar á útgöngu án samnings,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Stjórnendur breskra fyrirtækja gagnrýna átökin á breska þinginu vegna Brexit-samningsins …
Stjórnendur breskra fyrirtækja gagnrýna átökin á breska þinginu vegna Brexit-samningsins og segja að útganga án samnings komi ekki til greina. AFP

Fyllast skelfingu yfir breska þinginu

100 dagar eru þar til Bretland á að ganga formlega úr ESB og segjast stjórnendur stærstu fyrirtækja Bretlands fyllast skelfingu þegar þeir fylgjast með átökunum sem fram fara á breska þinginu þessa dagana.

Fjór­ir stjórn­ar­and­stöðuflokk­ar sem sæti eiga í neðri deild breska þings­ins lögðu fram van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra og leiðtoga Íhalds­flokks­ins, í gærkvöldi.

Leiðtogi Skoska þjóðarflokk­sins í neðri deild­inni, Ian Blackford, sagði að ákveðið hafi verið að leggja fram til­lög­una þar sem Verka­manna­flokk­ur­inn hafi guggnað á því. Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, lagði fram van­traust­stil­lögu á May fyrr í gær en hún var höfð að engu af rík­is­stjórn­inni. Ríkisstjórnin þarf hins vegar ekki að taka vantrauststillögu flokkanna fjögurra til umfjöllunar þar sem hún er ekki lögð fram að leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Ríkisstjórnin hittist í gær til að und­ir­búa út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. Mikil óvissa rík­ir hvort Brex­it-samn­ing­ur­inn, sem rík­is­stjórn­in og Evr­ópu­sam­bandið hafa náð sátt um, verði samþykkt­ur á breska þing­inu í janú­ar.

140.000 fyrirtæki hafa fengið bréf frá ríkisstjórninni þar sem þau eru hvött til að fylgja eftir viðbragðsáætlun stjórnvalda um útgöngu án samnings, verði það leiðin sem farin verður. Viðbragðsáætlunin, sem telur um 100 blaðsíður, verður kynnt formlega á föstudag.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert