Greiða atkvæði um vantraust í kvöld

Klukk­an sjö að staðar­tíma í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um vantraust á ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, aðeins sólarhring eftir að þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar og Evrópusambandsins.

Vantrauststillagan er lögð fram af Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Cor­byn hefur sagt að hann ætlaði ekki að leggja van­traust­stil­lögu fram fyrr en hann væri viss um að hún næði fram að ganga.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, lagði fram …
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, lagði fram til­lögu um van­traust á rík­is­stjórn May í gærkvöldi eftir að Brexit-samningnum var hafnað á breska þinginu. AFP

Breskir fjölmiðlar spá því hins vegar að vantrauststillagan verði felld þar sem sumir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn Brexit-samningnum hafi gefið til kynna að þeir ætli samt sem áður að styðja ríkisstjórnina. Þá hefur Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi (DUP) lýst því yfir að þingmenn flokksins, sem eru tíu talsins, ætli að styðja ríkisstjórnina.

May hyggst standa af sér vantrauststillöguna og hefur tjáð þingmönnum að hún muni snúa aftur á þingið í næstu viku með aðgerðaáætlun um næstu skref í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem er áætluð 29. mars.

Ef spá breskra fjölmiðla gengur ekki eftir og vantrauststillagan verður samþykkt liggur ljóst fyrir að breska ríkisstjórnin er fallin. Þá hafa flokkar á þinginu tvær vikur til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki verður boðað til kosninga, en með að minnsta kosti fimm vikna fyrirvara.

Theresa May hyggst standa af sér vantrauststillöguna.
Theresa May hyggst standa af sér vantrauststillöguna. AFP

Ræða vantrauststillöguna í sex klukkustundir

Dagskrá breska þingsins í dag hefst á hádegi með vikulegum þingfundi þar sem forsætisráðherra svarar spurningum þingmanna. Að fundinum loknum hefjast umræður um vantrauststillöguna og áætlað er að þær standi yfir í um sex klukkutíma áður en atkvæðagreiðslan hefst.  

Samkvæmt könnun sem sjónvarpsstöðin Sky lét gera eru 53 prósent landsmanna andvíg því að vantrauststillagan verði samþykkt en 38 prósent fylgjandi.

Stór dagur í breskum stjórnmálum er runninn upp enn á …
Stór dagur í breskum stjórnmálum er runninn upp enn á ný. Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um vantraust á ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, aðeins sólarhing eftir að þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar og ESB. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert