Þriðjungur hjá SÞ verið áreittur

Þriðjungur starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu á síðustu tveimur árum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.

Einn af hverjum þremur sem svöruðu, eða 33 prósent, sagðist hafa að minnsta kosti einu sinni orðið fyrir kynferðislegri áreitni á tímabilinu. Talan fór upp í 38,7 prósent þegar fólk var spurt hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni síðan það hóf störf hjá stofnuninni.

Algengustu tegundir áreitni voru kynlífssögur, óviðeigandi brandarar, eða særandi ummæli um líkama fólks eða kynlífshegðun þess.

Tveir af hverjum þremur gerendum voru karlar og einn af hverjum fjórum voru næstu yfirmenn eða framkvæmdastjórar. Næstum einn af hverjum tíu gerendum voru hátt settir yfirmenn.

Alls svöruðu 17 prósent starfsmanna könnuninni, eða rúmlega 30 þúsund manns.

Könnunin var gerð á meðal starfsmanna Sameinuðu þjóðanna.
Könnunin var gerð á meðal starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert