Er Banksy í Tókýó?

AFP

Borgaryfirvöld í Tókýó eru að láta sannreyna hvort teikning af rottu sem heldur á regnhlíf sé teikning eftir listamanninn Banksy en verkið er að finna á hurð skammt frá járnbrautarstöð í borginni.

Embættismaður sem AFP-fréttastofan ræddi við segir að mögulega sé verkið eftir Banksy en það var uppgötvað fyrir einhverju síðan.

Borgarstjórinn í Tókýó, Yuriko Koike, hefur birt mynd af verkinu á Twitter og skrifar með myndinni að hér sé um að ræða teikningu af krúttlegri rottu í Tókýó sem gæti verið verk Banksy. Er þetta gjöf til Tókýó? spyr borgarstjórinn. 

Borgaryfirvöld hafa tekið hurðina og komið henni fyrir í geymslu til að koma í veg fyrir að hún skemmist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert