Kynlíf eða pólitík

Anastasia Vashukevich/ Nastya Rybka.
Anastasia Vashukevich/ Nastya Rybka. AFP

Fyrirsætu frá Hvíta-Rússlandi, sem segist geta sýnt fram á að Rússar reyndu að aðstoða Donald Trump í kosningabaráttunni á sínum tíma, var vísað úr landi í Taílandi í dag. Hún var dæmd sek um að hafa tekið þátt í kynlífsþjálfunarnámskeiði þar í landi.

Alex Kirillov.
Alex Kirillov. AFP

Anastasía Vashukevich, sem er þekkt sem Nastía Ríbka, var ásamt nokkrum öðrum handtekin í aðgerð lögreglunnar á ferðamannastað á Pattaya. Vashukevich segir að hún hafi farið til Taílands eftir að hafa flækst inn í pólitískt hneykslismál tengt rússneska auðjöfrinum Oleg Deripaska, stofnanda álfyrirtækisins Rusal. Deripaska hefur meðal annars ratað í fréttir fyrir tengsl sín við fyrrverandi kosningastjóra Trump, Paul Manafort.

Oleg Deripaska.
Oleg Deripaska. AFP

Anastasía Vashukevich sagði síðan að hún ætlaði sér að upplýsa um tengsl rússneskra yfirvalda og kosningaskrifstofu Trumps fyrir forsetakosningarnar 2016, en ekkert varð af því að hún upplýsti um málið. 

Námskeiðið sem lögreglan stöðvaði á Pattaya var á vegum Alex Kirillov, sjálfskipaðs sérfræðings í fullnægingu. Vashukevich játaði að hafa gerst sek um margvísleg atriði, svo sem vændi og að hafa tekið þátt í ólöglegri samkomu fyrir rétti á þriðjudag. Var það niðurstaða dómstólsins að vísa ætti henni úr landi ásamt fleirum sem einnig játuðu sök.

Anastasia Vashukevich.
Anastasia Vashukevich. AFP

Vashukevich er nú á leið til Moskvu með flugvél Aeroflot ásamt öðrum sem voru dæmdir í málinu. Ekki er vitað hvað verður um hópinn þegar hann kemur til Moskvu.

Yfir 120 þúsund manns fylgja Vashukevich á Instagram en hún á yfir höfði sér málsókn vegna bókar sem hún skrifaði undir dulnefni um kaupsýslumanninn og kynlíf hans.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Deripaska hafði betur í einkamáli sem hann höfðaði gegn henni og Kirillov í júlí þar sem niðurstaða dómsins var að þau hefðu brotið á friðhelgi einkalífs hans með því að birta myndskeið af kaupsýslumanninum í orlofi með áhrifamiklum ráðherra. Bæði rússnesk yfirvöld og bandarísk segja ásakanir fyrirsætunnar þvælu. 

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert