Singapúr kaupir F-35 orrustuþotur

Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-35.
Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-35. Ljósmynd/Wikipedia.org

Ríkisstjórn Singapúr hefur ákveðið að festa kaup á bandarískum orrustuþotum af gerðinni F-35 í stað F-16 orrustuþotna flughers landsins sem til stendur að hætta notkun á eftir 2030. Bandarísku þoturnar voru valdar fram yfir evrópskar og kínverskar.

Til skoðunar var einnig að kaupa evrópskar orrustuþotur af gerðinni Eurofighter Typhoon og kínverskar orrustuþotur en þær bandarísku þóttu henta aðstæðum flughers Singapúr betur. Það tók ríkisstjórn Singapúr rúmlega fimm ár að taka þá ákvörðun.

Fyrst í stað stendur til að kaupa nokkrar F-35 orrustuþotur til þess að kanna betur getu þeirra og hentugleika áður en tekin verður ákvörðun um frekari fjárfestingar. Ástralía, Japan og Suður-Kórea eru á meðal ríkja í þesum heimshluta sem þegar hafa keypt F-35 þotur.

Bresk orrustuþota af gerðinni Eurofighter Typhoon.
Bresk orrustuþota af gerðinni Eurofighter Typhoon. Ljósmynd/Wikipedia.org
Bandarísk F-16 orrustuþota.
Bandarísk F-16 orrustuþota. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert