66 látnir í eldsvoðanum

AFP

Að minnsta kosti 66 létust þegar sprenging varð er þeir voru að ná sér í bensín úr lekri eldsneytisleiðslu í Mexíkó í gærkvöldi. Mikill eldur blossaði upp en hópur fólks var við leiðsluna þegar sprengingin varð. Ríkisstjórinn í Hidalgo greinir frá þessu og að tæplega 80 hafi slasast.

Á mynd­skeiðum sem tek­in voru upp á vett­vangi má sjá ör­vænt­ing­ar­fullt fólk hlaupa í burtu öskr­andi á hjálp á meðan eld­hafið lýsti upp næt­ur­him­in­inn í Tla­hu­elilp­an, sem er í Hi­dal­go-ríki (um 105 km frá höfuðborg­inni, Mexí­kó­borg).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert