Vill smánunina burt

Katelyn Ohashi.
Katelyn Ohashi. Wikipedia/Davebogs

Alls hefur verið horft yfir 40 milljón sinnum á myndband með gólfæfingum bandarísku fimleikakonunnar Katelyn Ohashi sem deilt var á Twitter-síðu UCLA Gymnastics síðastliðinn mánudag. Hún fékk 10 í einkunn fyrir æfingarnar og gleði hennar á gólfinu er smitandi.

Katelyn Ohashi hefur vakið athygli fyrir að ræða opinskátt um líkamssmánun sem hún hefur orðið fyrir frá því hún var unglingur, en hún hefur ósjaldan fengið að heyra að hún sé „of stór“. Hún ræddi þá pressu sem íþróttakonur eru undir í viðtali við þáttinn Good Morning America í vikunni. „Í fimleikasalnum, utan salarins, á netinu. Þetta er eitthvað sem er alls staðar og þú getur aldrei flúið. Það var erfitt að höndla þetta þegar ég var 14 ára,“ sagði Ohashi sem nú er 21 árs, um gagnrýni á líkamslögun sína.

Þrátt fyrir stórkostlegan árangur og einstaka útgeislun á gólfinu virðast ekki allir geta stillt sig um að benda á að hún sé með kvenlegar línur og telja sig þess umkomna að setjast í dómarasæti yfir afturhluta hennar, mjöðmum, lærum og fleiri líkamshlutum sem taldir eru of stórir. Hún hefur nú fundið leið til að takast á við þetta; ljóð.

Ohashi semur ljóð og notar þannig uppbyggjandi orð til að berjast gegn niðurrifi, enda segir hún að þessi gagnrýni hafi haft slæm áhrif á sig og stuðlað að sjálfshatri, sem hún hefur nú sagt stríð á hendur með ljóðliðstina að vopni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert