Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

AFP

Þúsundir hafa tekið þátt í samstöðufundum gegn kynbundnu ofbeldi í helstu borgum Ástralíu um helgina. Ung ísraelsk kona var myrt í Melbourne í síðustu viku en hún var á heimleið eftir að hafa verið á skemmtun fyrr um kvöldið.

Lík Aiia Maasarwe, sem var 21 árs gömul og skiptinemi við háskólann í Melbourne, fannst látin í runna á miðvikudagsmorguninn skammt frá biðstöðinni þar sem hún hafði farið út úr sporvagninum. Hún var að tala við systur sína í síma þegar ráðist var á hana.

Samstöðufundirnir eru hluti af herferðinni Women's March sem hófst í janúar 2017 í Bandaríkjunum og víðar um heiminn. Í göngunni í dag héldu þátttakendur á skiltum sem á stóð  I'm here for Aiia og Stöðvið ofbeldi gagnvart konum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert