Létust úr hjartaslagi í jarðskjálfta

Kort af skjálftanum.
Kort af skjálftanum. USGS

Tveir létust í hörðum jarðskjálfta í Chile í gærkvöldi en dánarorsökin er hjartaáfall í báðum tilvikum.

Jarðskjálftinn mældist 6,7 stig en upptök hans voru á 53 km dýpi um 15 km suðvestur af Coquimbo. Skjálftinn reið yfir klukkan 1:32 í nótt að íslenskum tíma. 

Að sögn lögreglu var það eldra fólk sem lést þegar allt lék á reiðiskjálfi í Coquimbo. Eitthvað hefur verið tilkynnt um skemmdir á þjóðvegum vegna skjálftans og rafmagn fór af þúsundum heimila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert