10 farast í sprengingu í flutningaskipi

Skipin tvö sigla bæði undir tansanískum fána.
Skipin tvö sigla bæði undir tansanískum fána. Kort/mbl.is

Tíu manns hið minnsta létust er er eldur kom upp í tveimur flutningaskipum á Svartahafi, nærri Kerch-sundi. Vinna rússneskar hjálparsveitir nú að því að bjarga áhöfnum skipanna, sem sigla bæði undir tansanískum fána.

BBC segir eldinn hafa komið upp er verið að var að flytja eldsneyti milli skipanna, en annað skipið flytur jarðefnagas og kviknaði eldur í hinu skipinu í kjölfar sprengingar sem varð við flutningana. 

Hafa hjálparsveitir náð að bjarga 14 úr áhöfnum skipanna sem stukku fyrir borð til að flýja eldinn, en alls voru 31 manns í áhöfnum skipanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert