Hissa á hertoganum

Her­tog­inn af Ed­in­borg, Fil­ipp­us prins.
Her­tog­inn af Ed­in­borg, Fil­ipp­us prins. AFP

Konan sem úlnliðsbrotnaði þegar hún lenti í árekstri við Fil­ipp­us, hertogann af Ed­in­borg, segir að starfsfólk drottningar hafi hringt í hana eftir slysið en að Filippus sjálfur hafi ekki látið heyra í sér.

Emma Fairweather, 46 ára, segir að það komi sér á óvart að 97 ára gamall hertoginn hafi ekki reynt að hafa samband við hana eftir slysið.

Um­ferðaró­happið varð á A149-þjóðveg­in­um á fimmtu­dag og endaði Land Rover Freeland­er-bif­reið Fil­ippus­ar á hliðinni eft­ir árekst­ur­inn við Kia-bif­reið Fairwe­ather. Tveimur dögum eftir óhappið veitti lögreglan í Nor­folk Filippusi tiltal fyrir að keyra án bílbeltis.

Fairweather segir að einn af starfsmönnum drottningar hafi skilið eftir skilaboð á símsvara.

„Þó það sé ágætt að drottningin virðist telja við hæfi að biðja starfsfólk sitt að hafa samband við mig og óska mér góðs bata þá lenti hún ekki í slysinu,“ sagði Fairweather í sambandi við enska fjölmiðla.

„Ég er enn svolítið hissa á því að Filippus hafi ekki haft samband við mig til að athuga hvernig ég hafi það,“ bætti hún við.

Fairweather var á ferð ásamt konu og níu mánaða barni henni þegar þær lentu í árekstrinum. Konurnar þurftu báðar að leita á spítala vegna meiðsla sinna en barnið slapp ómeitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert