Sprengjusérfræðingar létust í sprengingu

Talið er að jarðsprengjunum hafi verið komið fyrir af uppreisnarhreyfingu …
Talið er að jarðsprengjunum hafi verið komið fyrir af uppreisnarhreyfingu húta. AFP

Fimm sérfræðingar í aftengingu jarðsprengja létust í slysasprengingu í Marib í Jemen á sunnudag. Sérfræðingarnir voru allir af erlendu bergi brotnir og störfuðu fyrir Sáda í Jemen-stríðinu.

Um var að ræða tvo menn frá Suður-Afríku, einn frá Króatíu, einn Bosníumann og einn Kósóvóa, sem voru í bifreið sem flutti jarðsprengjur sem átti að aftengja þegar sprengjurnar sprungu. Þeir létust allir, auk þess sem breskur ríkisborgari slasaðist í sprengingunni.

BBC greinir frá því að talið sé að jarðsprengjunum hafi verið komið fyrir af uppreisnarhreyfingu húta.

Mannskætt stríð hefur staðið yfir í Jemen frá 2015 og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er neyð hvergi jafn mikil í heiminum. Hungursneyð blasir við um 14 milljónum Jemena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert