Stökk úr brennandi íbúð og lést

Eldurinn kom upp í fjölbýlishúsi við Peder Lykkes Vej á …
Eldurinn kom upp í fjölbýlishúsi við Peder Lykkes Vej á Amager laust fyrir kl. 4 í nótt. Kort/Google

Einn lést í Kaupmannahöfn í nótt eftir að hafa neyðst til þess að stökkva út úr brennandi íbúð sinni, á fjórðu hæð fjölbýlishúss á Amager. Fimm til viðbótar eru með reykeitrun.

„Sjúkraflutningafólk fann viðkomandi í tvísýnu ástandi og skömmu seinna úrskurðaði læknir manneskjuna látna,“ hefur danska ríkisútvarpið DR eftir lögregluvarðstjóranum Henrik Moll, en hvorki hefur verið greint frá kyni né aldri þess sem lést.

Tilkynning um brunann barst skömmu fyrir kl. 4 að staðartíma, en eldsupptök eru ókunn.

Frétt DR um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert