Alex Salmond handtekinn

Alex Salmond, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi leiðtogi Skoska …
Alex Salmond, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins. AFP

Alex Salmond, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins, hefur verið handtekinn og ákærður vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi. Tvær ákærur hafa verið lagðar fram gegn Salmond sem verður leiddur fyrir dómara síðar í dag.

Salmond var í ágúst sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni í skoska dag­blaðinu Daily Record og samkvæmt frétt blaðsins var lög­regl­an ít­rekað beðin um að rann­saka ásak­an­ir á hend­ur hon­um. Salmond vísaði ásök­un­um á bug og höfðaði mál gegn skosk­um stjórn­völd­um vegna rann­sókn­ar sem ráðist var í vegna þeirra.

Dómstóll í Edinborg úrskurðaði á dögunum að skosk yfirvöld hefðu ekki farið að lögum við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Salmonds. Lögreglan hóf þá sjálfstæða rannsókn á málum tveggja kvenna sem saka Salmond um kynferðislega áreitni og var niðurstaða rannsóknarinnar send ákæruvaldinu í Skotlandi. 

Salmond sagði sig úr flokkn­um í kjöl­far ásak­ana en hann sagðist ætl­a að hreinsa nafn sitt af ásök­un­um og skrá sig aft­ur í flokk­inn að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert