Vilja meintan njósnara af dauðadeild

Indverskur vinur Kulbhushan Jadhav halhold heldur á ljósmynd af honum, …
Indverskur vinur Kulbhushan Jadhav halhold heldur á ljósmynd af honum, Jadhav og fleiri vinum. AFP

Indverjar munu í dag ítreka ósk sína um að alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna taki meintan njósnara af dauðadeild í Pakistan.

Kulbhushan Sudhir Jadhav, fyrrverandi liðsmaður í indverska sjóhernum, var handtekinn í héraðinu Baluchistan í Pakistan árið 2016 grunaður um njósnir. Herdómstóll dæmdi hann í framhaldinu til dauða.

Indverjar segja að Jadhav hafi ekki verið njósnari og að honum hafi verið rænt í Pakistan. Stjórnvöld í Delhi, höfuðborg Indlands, hafa beðið alþjóðadómstólinn um að fá stjórnvöld í Islamabad í Pakistan til að ógilda dauðadóminn.

Lögmenn landsins munu í dag ítreka ósk sína um að Jadhav verði sleppt en dómstóllinn fékk Pakistan til að fresta aftöku Jadhav árið 2017.

Deilan stendur yfir á sama tíma og mikil átök hafa verið í Kashmir-héraði. Síðastliðinn fimmtudag lést 41 hermaður í sjálfsvígsárás í héraðinu. Sjö indverskir hermenn til viðbótar létust í Kashmir í morgun í átökum við vígamenn.

Jaish-e Mohammad, sam­tök her­skárra íslam­ista, hafa lýst yfir ábyrgð á fyrrnefndu sjálfs­vígsárás­inni. 

Ind­land og Pak­ist­an sækj­ast bæði eft­ir full­um yf­ir­ráðum yfir Kashm­ir-héraði, sem er skipt á milli land­anna eft­ir sjálf­stæði frá Bret­um 1947. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert