Bernie Sanders býður sig fram til forseta

Bernie Sanders, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins í Vermont, ætlar að taka þátt …
Bernie Sanders, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins í Vermont, ætlar að taka þátt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að sæk­jast eft­ir til­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. Frá þessu greindi hann í viðtali á útvarpsstöð í heimaríki sínu Vermont.

„Ég vildi láta íbúa Vermont vita af þessu fyrsta af öllum,“ sagði Sanders meðal annars í viðtalinu.

„Hvað verður öðruvísi að þessu sinni?“ spurði fréttamaður CBS. „Við munum vinna,“ svaraði Sanders. 

Sanders, sem er 77 ára, laut í lægra haldi gegn Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016.

Barátta Sanders og Clinton fyrir þremur árum var hörð og mjótt var á mununum en það voru kjör­menn frá Suður-Dakóta, sem veittu Cl­int­on 15 at­kvæði, sem tryggðu að hún hafði meira en þau 2.383 at­kvæði sem voru henni nauðsyn­leg til að  tryggja sér út­nefn­ingu flokks­ins á flokksþingi demó­krata. 

Clinton var fyrsta konan í sögu Banda­ríkj­anna sem hef­ur hlotið út­nefn­ingu sem for­setafram­bjóðandi ann­ars stærstu stjórn­mála­flokka lands­ins. Konur eru áberandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu kosningar og það stefnir í fjöl­menn­asta og fjöl­skrúðug­asta for­val í manna minn­um á vett­vangi Demó­krata­flokks­ins. Meðal þeirra sem hafa til­kynnt um fram­boð sitt eru El­iza­beth War­ren, Amy Klobuchar, Kamala Harris og Tulsi Gabb­ard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert