Foreldrar fyrrverandi forsætisráðherra í stofufangelsi

Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Foreldrar Matteos Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, voru í gær settir í stofufangelsi vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli þeirra.

Fram kemur í frétt AFP að fólkið, Tiziano Renzi og Laura Bovoli, sem grunuð séu um að hafa gefið út falska reikninga, hafi verið sett í stofufangelsi á heimili sínu til þess að tryggja að þau eyddu ekki eða breyttu sönnunargögnum.

Haft er eftir Matteo Renzi, sem var forsætisráðherra á árunum 2014-2016, í fréttinni að hann beri fullt traust til ítalska réttarkerfisins. Vísar hann í sérfræðinga sem hafi sagt að þeir hafi aldrei orðið vitni að jafn miklum aðgerðum af jafn litlu tilefni.

Segir Renzi enn fremur að verið sé að reyna að koma höggi á fjölskyldu hans vegna afskipta hans af stjórnmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert